Nýr skrifstofustjóri hjá Héraðsdómi Reykjavíkur

Nýr skrifstofustjóri hjá Héraðsdómi Reykjavíkur

Hilda Valdemarsdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Staðan var auglýst 6. ágúst sl. og alls bárust 15 umsóknir. 

Hilda lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2009,  meistaraprófi í skattarétti og reikningsskilum frá sama skóla árið 2017 og diplómanámi í opinberri stjórnsýslu 2021. Hún hefur gegnt stöðu aðstoðarmanns dómara í Hæstarétti sl. sex ár og er staðgengill skrifstofustjóra Hæstaréttar. Hún var lögmaður hjá slitastjórn Glitnis banka hf. á árunum 2010-2015 og starfaði áður hjá yfirskattanefnd um tveggja ára skeið.