Hagnýt fjármál kennd hjá dómstólasýslunni

Föstudaginn 6. mars bauð dómstólasýslan dómurum og aðstoðarmönnum dómara upp á námskeið um hagnýta fjármálaþekkingu. Elmar Hallgríms Hallgrímsson, lögfræðingur og M.Sc. í fjármálum fyrirtækja fór yfir lykilhugtök í fjármálum svo sem CAPM, EBITDA, áhættu í fjármálum, viðeigandi ávöxtunarkröfu og verðmat á fyrirtækjum. Elmar fór einnig yfir hvernig hægt er að núvirða greiðsluflæði af skuldabréfum og helstu þætti sem rétt er að horfa til við greiningu á ársreikningi fyrirtækja. Um 15 dómarar og aðstoðarmenn sátu námskeiðið.