Heimsókn Lögfræðingafélags Íslands

Félagar úr Lögfræðingafélagi Íslands heimsóttu dómstólasýsluna fimmtudaginn 7. febrúar síðastliðinn og fengu kynningu á starfsemi stofnunarinnar. Benedikt Bogason formaður stjórnar fór yfir verkefni dómstólasýlannar, sem var stofnuð í ársbyrjun 2018. Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sagði frá nýju málaskrárkerfi sem taka á í notkun á þessu ári og mun nútímavæða starfsumhverfi dómstólanna. Í lokin sagði Eyrún Ingadóttir upplýsinga- og fræðslustjóri frá fræðslustarfi dómstólanna og upplýsingum fyrir almenning á heimasíðu. 

 

Um 15 manns komu frá Lögfræðingafélagi Íslands.

Mikill áhugi var meðal fundarmanna um nýja málaskrárkerfið sem Íris Elma Guðmann verkefnastjóri kynnti.