Dómstólasýslan verður til húsa að Suðurlandsbraut 14

Í dag var gengið frá undirritun leigusamnings dómstólasýslunnar vegna húsnæðis að Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Undir samninginn rituðu Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar og Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.

Í húsnæðinu verður meðal annars gert ráð fyrir fundaraðstöðu stjórnar dómstólasýslunnar sem sömuleiðis má nýta fyrir fræðslu af ýmsum toga, fyrir starfsmenn dómstólanna og aðra.

Þá verður jafnframt gert ráð fyrir aðstöðu fyrir nefnd um dómarastörf og dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara (hæfnisnefnd).