Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur samkvæmt lögum um dómstóla nr. 50/2016 aðstöðu hjá dómstólasýslunni. 
 

Hlutverk dómnefndar

Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara starfar á grundvelli III. kafla dómstólalaga nr. 50/2016 og fjallar um hæfni umsækjenda um embætti héraðsdómara, dómara við Landsrétt og hæstaréttardómara. Dómnefndin lætur ráðherra í té skriflega og rökstudda umsögn um umsækjendur um embætti dómara þar sem tekin skal afstaða til þess hvaða umsækjandi sé hæfastur til að hljóta embættið.

Óheimilt er að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda nema Alþingi samþykki tillögu ráðherra um heimild til að skipa í embættið annan nafngreindan umsækjanda sem fullnægir að mati dómnefndar öllum skilyrðum til að hljóta skipun í embættið.

 

Um dómnefnd
Nefndin er skipuð af ráðherra og samanstendur af fimm aðalmönnum og jafnmörgum varamönnum. Hæstiréttur tilnefnir formann nefndarinnar. Annar nefndarmaður er tilnefndur af Landsrétti. Þá tilnefnir dómstólasýslan þriðja nefndarmannin sem skal ekki vera starfandi dómari. Lögmannafélag Íslands tilnefndir þann fjórða og loks er sá fimmti kosinn af Alþingi. 

 
Skipunartími í nefndina er fimm ár, þó þannig að hvert ár renni út skipunartími eins nefndarmanns.

Reglur nr. 970/2020 um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti. 

 

Dómnefnd skipa:

  • Eiríkur Tómasson fyrrverandi hæstaréttardómari er formaður nefndarinner, tilnefndur af Hæstarétti.
  • Kristín Benediktsdóttir dósent, tilnefnd af Hæstarétti.
  • Helga Melkorka Óttarsdóttir, tilnefnd af Alþingi.
  • Ragnheiður Harðardóttir landsréttardómari, tilnefnd af dómstólaráði.
  • Óskar Sigurðsson lögmaður, tilnefndur af Lögmannafélagi Íslands.

Varamenn:

  • Áslaug Árnadóttir lögmaður.
  • Skúli Magnússon héraðsdómari.
  • Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi/lögfræðingur.
  • Halldór Halldórsson dómstjóri héraðsdóms Norðurlands vestra.
  • Guðrún Björk Bjarnadóttir lögmaður.
»Nánari upplýsingar um nefnd og umsagnir